Í ræktun geta meindýr verið miklir skaðvaldar. Á Íslandi eru ekki margar tegundir af meindýrum sem herja á plöntur og valda miklum skaða utandyra. Í gróðurhúsarækt og innirækt geta sum þessara meindýra verið til mikilla vandræða, vegna þess hve hlýtt er og vegna þess að það vantar náttúrulega óvini í umhverfinu.

 

Hægt er að beyta nokkrum góðum ráðum til þess að koma í veg fyrir að lenda í vandræðum. Oft komast dýrin inn í ræktunina með okkur mannfólkinu því er mikilvægt að passa sig að bera ekki skordýr inn með t.d. klæðnaði eða taka ekki inn plöntur sem geta verið sýktar. Í glugga er hægt að setja fín net til þess að hindra aðgengi skordýranna. Eitt mikilvægasta atriðið er samt að þekkja einkenni meindýranna og geta þá brugðist við eins fljótt og hægt er.

Helstu meindýr á Íslandi eru eftirfarandi:

Kálfluga.
Blaðlús.
Sniglar.
Mjöllús/Hvítfluga.
Kögurvængja/Trips.
Spunamítill/spunamaur.