Ebb & flow er á íslensku flóð og fjara. Kerfið virkar þannig að nokkru sinnum á dag (eftir jarðefni og plöntum) flæðir næringarvökvi upp í rætur og er svo látinn renna aftur til baka í forðabúr eftir að ná hámarks flóði. Þetta kerfi er mjög gott byrjendakerfi og þolir óvænt stopp betur en flest önnur kerfi. Nauðsinlegt er að hafa gott yfirfall og forðabúr þarf að vera stærra en í öðrum kerfum.