Allar plöntur hafa vissar grunnþarfir, til þeirra teljast: Ljós, hiti, loft, vatn, næringarefni og pláss.
Allar plöntur þurfa ljós til þess að framleiða orku því plöntur framleiða sína eigin orku með ljóstillífun. Plöntur geta hinsvegar ekki nýtt allt ljós eins vel en þær nýta best rautt og blátt ljós til ljóstillífunar. Til þess að geta ræktað allan ársins hring, eða bara til þess að koma af stað græðlingum á vorin, þarf raflýsingu vegna þess að sólarljós eitt og sér er ekki nægjanlegt yfir veturinn á Íslandi. Þetta á sérstaklega við um inniræktun þar sem birta kemst bara inn um glugga og enn frekar þegar engin utanaðkomandi birta kemst að ræktunarsvæðinu.

Í ræktun geta meindýr verið miklir skaðvaldar. Á Íslandi eru ekki margar tegundir af meindýrum sem herja á plöntur og valda miklum skaða utandyra. Í gróðurhúsarækt og innirækt geta sum þessara meindýra verið til mikilla vandræða, vegna þess hve hlýtt er og vegna þess að það vantar náttúrulega óvini í umhverfinu.
Í vatnsrækt er engin mold notuð, aðeins þarf vatn, næringu, ljós og umhyggju
Hægt er að rækta flest allar plöntur, kryddjurtir, ávexti og ber allan ársins hring ef þær fá nægilegt ljós. Vatnsræktun er besta leiðin til að rækta inni og það kemur oft fólki á óvart hversu auðvelt er að rækta í vatnsrækt, hvaða plöntur er hægt að rækta og hversu vel þær vaxa , dæmi um plöntur sem vaxa vel í vatnsrækt eru; Kaktus, Aloe vera, Jarðaber, Tómatar, Chillí, Paprikur, Kaffi, Basil, Gúrkur og margt annað
-
Garðablóðberg/Timjan (Thymus vulgaris) Thyme
Garðablóðberg hentar vel vel með flestum mat, flestu kjöti, pottréttum og grænmetisréttum ásamt því að vera gott í brauðbakstur, pizzur, krydd-olíur og smjör. Sítrónu Garðablóðberg er frábært með fisk og kjúklingi. Varist að nota of mikið, byrjið smátt.
-
Bergmynta (Origanum vulgare) Oregano
Bergmynta er sumstaðar þekkt sem "pizzukryddið". Ef laufin eru þurrkuð og notuð sem krydd þá verður bragðið dýpra og mildara en þegar hún er notuð fersk. Kryddið er notað í ýmsa tómatrétti, á fisk, steikt grænmeti og flest kjöt. Passið að nota ekki of mikið af kryddinu, byrjið smátt.
-
Paprikuplöntur
Paprikur eru tiltölulega skemmtilegar plöntur til þess að rækta heima hjá sér en ég mæli með því að þær séu ræktaðar í stórum suðlægum gluggum, lokuðum svölum, garðskálum eða í gróðurhúsum. Það er hægt að rækta þær undir raflýsingu án sólarljóss en ég mæli með því að þær fái sem mest af sól á sig svo hægt sé að spara raflýsinguna. Þær eru frekar hægvaxta og gefa seint uppskeru sem þýðir að þetta eru ekki plöntur fyrir óþolinmóða.
-
Tómataplöntur 2024
Eruð þið tilbúin fyrir tómataplöntur?
Þær geta ekki beðið mikið lengur.
Ef þið viljið fá plöntur hjá okkur þá eru þær tilbúnar til afhendingar. Þetta árið erum við með mun færri plöntur en vanalega og því takmarkað upplag í boði. Hægt er að finna meiri upplýsingar um hvert yrki með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan. Stykkið er á þúsund krónur.