Garðablóðberg hentar vel vel með flestum mat, flestu kjöti, pottréttum og grænmetisréttum ásamt því að vera gott í brauðbakstur, pizzur, krydd-olíur og smjör. Sítrónu Garðablóðberg er frábært með fisk og kjúklingi. Varist að nota of mikið, byrjið smátt.

Fjölgun

Fræin spíra ekki vel ef þau eru sett of djúpt í jarðveginn. Fræjunum er gott að sá ofan á rakan jarðveg og það má sá þeim nokkuð þétt (1-3mm milli fræja). Eftir að búið er að dreifa fræjunum ofan á jarðveginn er þeim þjappað lauslega niður til að þau snerti jarðveginn örugglega, á þessu stigi er ágætt sð spreyja vatni yfir fræin. Að lokum er plastpoka, filmu eða öðru álíka komið yfir pottinn til að halda öllu röku, og hann settur á bjartan stað. Til að rækta Bergmyntu er gott að nota mjög drjúpan jarðveg og því er t.d. gott að blanda um 20-30% af vikri/sandi saman við mold eða kókos. Ekki þarf stóra potta en 15-25 cm er ágætis stærð, þó hægt sé að nota bæði minni og stærri potta. Eftir að fræin byrja að spíra og kímblöðin eru flest komin (3-4 dagar við 25°C) upp er plastið fjarlægt og plöntunum strax komið í meira ljós.

Umhirða

Garðablóðberg vex best í mikilli sól og þolir ekki mikinn skugga. Plönturnar eru harðgerðar og þola íslenskt sumarveður ágætlega og eru því flottar í garðinn sem og gluggann. Við réttar aðstæður ættu þær að geta lifað veturinn af utandyra ef vel er búið að þeim. Ekki er mikil þörf á áburðargjöf.

Uppskera

Þegar Timjan er uppskorið er gott að klippa stöngla ofan af plöntunum og þurrka þá með laufunum. Passið samt að ganga ekki of nærri plöntunum, skiljið allavega eftir helminginn af plöntunni svo hún geti vaxið áfram. Laufin eru svo mulin af stönglunum þegar þau eru orðin þurr. Sniðugt er að geyma laufin í gömlum krukkum eða endurnýttum kryddstaukum og mylja eftir þörfum til að viðhalda bragðinu. Reglulegar klippingar þétta plönturnar og þær verða runnalegar.