Allar plöntur hafa vissar grunnþarfir, til þeirra teljast: Ljós, hiti, loft, vatn, næringarefni og pláss.

Ljós:

Plöntur kallast frumframleiðendur því þær framleiða sína orku sjálfar með ljóstillífun. lesa nánar um lýsingu.

Hiti:

Plöntur þurfa mismikinn hita en flestar plöntur hafa það gott á milli 10-30°C. Til að áætla kjörhitastig er oft gott að vita hvaðan plantan er.

Loft:

Það er aðalega þrennt í loftinu sem skiptir plöntur máli. Frægast er koltvísýringur en hann tekur plantan úr loftinu og gerir sykur úr með ljóstillífun. Rakastig getur skipt miklu fyrir kjörupptöku vatns og næringarefna. Plöntur nota einnig súrefni til að brenna sykri.

Vatn:

80-90% af heildarþyngd plantna er vatn, en aðeins lítill huti af vatni sem planta drekkur helst í henni. Mest af vatninu gufar upp við öndun. Plöntur nota líka vatn til að taka upp og flytja næringarefni. Mjög misjafnt er hve mikið og hve oft plöntur þurfa vatn. Sem dæmi þá er ein algengasta dánarorsök hjá Aloe vera ofvökvun.

Næringarefni:

Plöntur eru oft sagðar þurfa mest af þremur aðal næringarefnum sem eru köfnunarefni (N; nitur), fosfór (P) og kalíum (K) en þær þurfa einnig brennistein (S), kalk (Ca) og magnesíum (Mg) í jafn miklu magni. Plöntur þurfa líka snefilefni en til þeirra teljast frumefnin bór, kopar, mangan, molybden, járn, klór, natríum, kóbolt og zink. lesa nánar um næringu.

Pláss:

plöntur þurfa bæði rými ofan og neðan jarðar.