
Eruð þið tilbúin fyrir tómataplöntur?
Þær geta ekki beðið mikið lengur.
Í vatnsrækt er engin mold notuð, aðeins þarf vatn, næringu, ljós og umhyggju
Hægt er að rækta flest allar plöntur, kryddjurtir, ávexti og ber allan ársins hring ef þær fá nægilegt ljós. Vatnsræktun er besta leiðin til að rækta inni og það kemur oft fólki á óvart hversu auðvelt er að rækta í vatnsrækt, hvaða plöntur er hægt að rækta og hversu vel þær vaxa , dæmi um plöntur sem vaxa vel í vatnsrækt eru; Kaktus, Aloe vera, Jarðaber, Tómatar, Chillí, Paprikur, Kaffi, Basil, Gúrkur og margt annað
Síða 4 af 4
-
Garðablóðberg/Timjan (Thymus vulgaris) Thyme
Garðablóðberg hentar vel vel með flestum mat, flestu kjöti, pottréttum og grænmetisréttum ásamt því að vera gott í brauðbakstur, pizzur, krydd-olíur og smjör. Sítrónu Garðablóðberg er frábært með fisk og kjúklingi. Varist að nota of mikið, byrjið smátt.
-
Stevía (Stevia rebaudiana) Stevia
Stevíu er hægt að nota sem krydd á allan mat en hún er ekki eins og aðrar kryddjurtir því hún er nefnilega sæt á bragðið. Sérstaklega er gott að klippa laufin í smáa bita þó ekki of litla og setja út í allskonar rétti t.d. hakk og spaghettí, fiskréttir, gúllas o.fl. Þegar maður er svo að borða réttinn og fær stevíulauf með bitanum sínum þá finnur maður sætt bragð af matnum sem er skemmtileg tilbreyting. Einnig er hægt að nota þurrkaða stevíu út í kaffi, te, kakó eða hvers konar drykk sem þú vilt gera sætari. Henni er hægt að bæta út í salat og jafnvel nota í bakstur. Það þarf ekki mikið af stevíu til að gera matinn bragðgóðan. Byrjið smátt og prufið ykkur áfram.
-
Áhrif ljóss á spírun paprikufræja (2015)
Tilgangur
Að athuga hversu miklu munar um að beita myrkurspírun og ljósspírun þegar paprikufræ spíra. Tilraunin er þrískipt. Fræ ofan á jarðvegi undir ljósi, fræ undir þunnu jarðvegslagi undir ljósi og fræ ofan á jarðvegi í algeru myrkri -
Mynta (Mentha) Mint
Til eru margar tegundir af myntum, þekktastar eru mynta og piparmynta. Mynta er mikið notuð í drykki eins og mojito eða heitt og kalt te. Einnig gefur hún salati ferskan blæ. Hún bætir lykt í húsum og gefur ferskan andadrátt ef hún er tuggin. Ýmsum meindýrum er illa við lyktina af henni og því sniðugt að hafa hana í kringum grænmetisgarðinn.