
Eruð þið tilbúin fyrir tómataplöntur?
Þær geta ekki beðið mikið lengur.
Í vatnsrækt er engin mold notuð, aðeins þarf vatn, næringu, ljós og umhyggju
Hægt er að rækta flest allar plöntur, kryddjurtir, ávexti og ber allan ársins hring ef þær fá nægilegt ljós. Vatnsræktun er besta leiðin til að rækta inni og það kemur oft fólki á óvart hversu auðvelt er að rækta í vatnsrækt, hvaða plöntur er hægt að rækta og hversu vel þær vaxa , dæmi um plöntur sem vaxa vel í vatnsrækt eru; Kaktus, Aloe vera, Jarðaber, Tómatar, Chillí, Paprikur, Kaffi, Basil, Gúrkur og margt annað
Síða 4 af 4
-
Aðalnæringarefni
Í þessari grein munum við rannsaka leyndardóma aðalnæringarefna til að rækta blómlegan garð!
Aðalnæringarefni eru þau efni sem nauðsynleg eru fyrir vöxt og þroska plantna og gegna lykilhlutverkum í ýmsum líffræðilegum ferlum þeirra. Í þessari grein förum við yfir aðalnæringarefnin sem eru: nitur (N), fosfór (P), kalíum (K), kalsíum (Ca), magnesíum (Mg) og brennisteinn (S). Við förum yfir hlutverk hvers næringarefnis fyrir sig, hvernig plöntur taka þau upp og einkenni þess að fá of lítið eða of mikið af næringarefninu.
Að skilja hlutverk og mikilvægi þessara næringarefna mun hjálpa þér að veita plöntunum þínum bestu mögulegu skilyrði til að dafna og hámarka uppskeru þína.
-
Áhrif ljóss á spírun paprikufræja (2015)
Tilgangur
Að athuga hversu miklu munar um að beita myrkurspírun og ljósspírun þegar paprikufræ spíra. Tilraunin er þrískipt. Fræ ofan á jarðvegi undir ljósi, fræ undir þunnu jarðvegslagi undir ljósi og fræ ofan á jarðvegi í algeru myrkri -
Tómataplöntur 2024
Eruð þið tilbúin fyrir tómataplöntur?
Þær geta ekki beðið mikið lengur.
Ef þið viljið fá plöntur hjá okkur þá eru þær tilbúnar til afhendingar. Þetta árið erum við með mun færri plöntur en vanalega og því takmarkað upplag í boði. Hægt er að finna meiri upplýsingar um hvert yrki með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan. Stykkið er á þúsund krónur.Rósmarín (Rosmarinus officinalis) Rosemary
Rósmarín ilmar og bragðast einstaklega vel, það er nauðsynleg á lambakjötið, svínið og gott á kjúklinginn, ofnbakaðar kartöflur og sætar kartöflur. Hægt er að setja rósmarín út í olíur og edik og það passar mjög vel með appelsínum og öðrum ávöxtum. Einnig passar það vel með búðing og stöppum.