• Háþrýstilampar (HPS-MH)

    High-intensity discharge lamp (HID) eða háþrýst úrhleðslupera virkar þannig að rafmagni er skotið á milli tveggja rafskauta inni í túbu sem inniheldur lofttegundir og sölt með mismunandi málmtegundum. Þegar straumi er hleypt á túbuna hleypur fyrsti neistinn í gegnum lofttegundirnar og við það myndast mikill hiti sem veldur því að söltin bráðna, sjóða og mynda gufu sem breytist í rafgas við það að rafstraumur hleypur í gegnum hana. Við þetta myndast mikið ljós með mismunandi eiginleikum eftir því hvaða efni eru notuð í túbunni.

  • Basilíka (Ocimum basilicum) Basil

    Basilíkur

    Til eru margar tegundir af Basilíkum sem bragðast og ilma ótrúlega skemmtilega. Dæmi eru: Sætbasilíka (sweet basil), Lakkrísbasilíka (basil anise), Kanilbasiliíka (cinnamon basil) og Sítrónubasilíka (lemon basil). Það er ekki annað hægt en að taka aftur fram að ilmurinn er æðislegur sem magnast upp þegar plönturnar eru snertar og því er mjög ánægjulegt að sinna þeim.

  • Næring

    Að tryggja að plöntur fái öll nauðsynleg næringarefni sem þær þurfa á að halda er mikilvægur þáttur til að fá sem mestan vöxt, þroska og uppskeru. Hér verður farið yfir helstu grunnatriði er varða næringu.

  • Tómataplöntur 2024

    Eruð þið tilbúin fyrir tómataplöntur?

    Þær geta ekki beðið mikið lengur.

    Ef þið viljið fá plöntur hjá okkur þá eru þær tilbúnar til afhendingar. Þetta árið erum við með mun færri plöntur en vanalega og því takmarkað upplag í boði. Hægt er að finna meiri upplýsingar um hvert yrki með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan. Stykkið er á þúsund krónur.